Ef viðgerð á framrúðu er möguleg greiðir Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við eigin áhættu. Viðskiptavinir í Stofni vildarþjónustu Sjóvá missa ekki endurgreiðslu vegna tjónleysis ef hægt er að gera við framrúðu.
Ef þú færð stein í framrúðuna og hún skemmist, aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna þér að kostnaðarlausu ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina.
Ef viðgerð er ekki möguleg og nauðsynlegt er að skipta um framrúðu greiðir þú 20% eigin áhættu af heildarkostnaði við rúðuskiptin.