Af hverju ætti ég að nota framrúðuplástur?

Fram­rúðu­plástur

Ef viðgerð á framrúðu er möguleg greiðir Sjóvá viðgerðina að fullu og þú sleppur við eigin áhættu. Viðskiptavinir í Stofni vildarþjónustu Sjóvá missa ekki endurgreiðslu vegna tjónleysis ef hægt er að gera við framrúðu.

Veldu ódýrari, fljótlegri og umhverfisvænni kost

Ef þú færð stein í framrúðuna og hún skemmist, aukast líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna þér að kostnaðarlausu ef þú setur framrúðuplásturinn strax á skemmdina.

  • Þú færð framrúðuplástur ókeypis í útibúum okkar um land allt og á rúðuverkstæðum
  • Sjóvá greiðir viðgerðina að fullu ef hægt er að gera við framrúðuna, þú sleppur við eigin áhættu og missir ekki árlega endurgreiðslu vegna tjónleysis ef þú ert í Stofni.
  • Rúðuviðgerð tekur yfirleitt mun styttri tíma en rúðuskipti og er auk þess umhverfisvænni kostur.

Ef viðgerð er ekki möguleg og nauðsynlegt er að skipta um framrúðu greiðir þú 20% eigin áhættu af heildarkostnaði við rúðuskiptin.