Sjóvá leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að sér metnaðarfullt og hæft starfsfólk og skapar starfsmönnum tækifæri til að eflast og þróast í starfi.
Höfuðstöðvar okkar eru í Kringlunni 5 í Reykjavík en samtals höfum við að skipa fjórtán útibúum sem og umboðs- og þjónustuskrifstofum víðs vegar um landið.
Um 200 manns starfa hjá félaginu og leggjum við kapp á að þjónusta okkar sé öllum aðgengileg, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga.
Sjóvá hefur fengið hæstu einkunn fyrir félagsþætti sem ná m.a. til vinnuumhverfis og velferðar starfsfólks í UFS áhættumati Reitunar undanfarin ár.