Hlutverk, framtíðarsýn og gildi

Hlut­verk

Við stuðlum að betra samfélagi.

Fram­tíð­ar­sýn

Við göngum lengra í þjónustu við viðskiptavini og stuðlum að öryggi þeirra.

Gildin okkar

Við sýnum umhyggju

Velferð viðskiptavina og samfélagsins alls skiptir okkur máli. Við sýnum það með því að veita persónulega þjónustu, frumkvæði í samskiptum og vinna öflugt forvarnastarf.Þannig erum við til staðar fyrir viðskiptavini okkar, hvort sem það er á góðum degi eða þegar á reynir.

Við byggjum á þekkingu

Við búum yfir sérþekkingu á sviði trygginga og forvarna, þekkingu sem skiptir máli. Við erum stöðugt að efla og hlúa að þessari þekkingu og leggjum okkur sérstaklega fram um að miðla henni, bæði til hvors annars og til viðskiptavina og samfélagsins alls.Þannig getum við sinnt hlutverki okkar og byggt upp traust samband við viðskiptavini okkar.

Við einföldum hlutina

Við vinnum markvisst að því að gera tryggingar aðgengilegar og auðskiljanlegar. Með því að einfalda vörur okkar og tala um þær á mannamáli hjálpum við viðskiptavinum okkar að skilja fyrir hverju þeir eru tryggðir og af hverju.Með því að rýna stöðugt ferla okkar og einfalda þá höldum við áfram að bæta bæði innri og ytri þjónustu og auka skilvirkni, sem skilar sér í enn betri þjónustu til viðskiptavina.

Við erum kvik

Við erum snögg að aðlagast breytingum í samfélaginu og tileinka okkur nýjungar. Góð fyrirtækjamenning, öflug samvinna og markviss notkun tækni gera okkur kleift að vera fljót að veita viðskiptavinum okkar viðeigandi stuðning og þróa nýjar lausnir.Þannig getum við stöðugt mætt þörfum viðskiptavina, hvaða breytingum sem þær kunna að taka.