Vegaaðstoð er veitt á eftirfarandi stöðum á landinu
Höfuðborgarsvæðið (allan sólarhringinn)
Akranes (frá kl. 7:00-20:00)
Borgarnes (frá kl. 7:00-20:00)
Reykjanes (allan sólarhringinn)
Selfoss (allan sólarhringinn)
Hveragerði (allan sólarhringinn)
Höfn (frá kl. 7:00-20:00)
Egilstöðum (allan sólarhringinn)
Akureyri (allan sólarhringinn)
Algengar spurningar
Við að skipta um sprungið dekk, ef varadekk er í bílnum
Ef rafgeymir bílsins er straumlaus
Ef bíllinn er bensínlaus
Ef ekki er varadekk í bílnum
Bíllinn er bilaður
Bíllinn er fastur í snjó eða öðru
Bíllin fer ekki í gang af öðrum ástæðum en straumleysi á rafgeymi
Viðskiptavinir sem eru í Stofni eiga rétt á Vegaaðstoð í allt að þrjú skipti á ári. Börn viðskiptavina í Stofni, sem hafa sama lögheimili og foreldri eða forráðamaður, geta einnig nýtt sér aðstoðina, óháð ökutæki.
Ef þú lendir í árekstri á höfuðborgarsvæðinu getur þú hringt í Aðstoð og öryggi og fengið aðstoð við að fylla út tjónaskýrsluna.
Það hefur ýmsa kosti að láta óháðan fagaðila fylla skýrsluna út. Hann skoðar aðstæður m.a. nákvæmlega og tekur myndir sem notaðar eru við uppgjör tjónsins. Tilkynning um tjónið er send rafrænt til tryggingafélaga í framhaldinu.
Þjónustan er í boði á höfuðborgarsvæðinu milli kl.7:00 og 18:30 alla virka daga.
Starfsmenn Vegaaðstoðarinnar geta ekki gert við ökutækið ef um bilun er að ræða. Ef ökutækið þarfnast viðgerðar og þú þarft aðstoð dráttarbíls, veitir Vaka viðskiptavinum í Stofni 15% afslátt af þjónustu sinni.