Ýmis sérkjör
Niðurfelling á iðgjaldsauka
Þegar við greiðum meira en 200.000 krónur vegna tjóns, úr ábyrgðartryggingu ökutækis eða úr slysatryggingu ökumanns eða eiganda, innheimtum við iðgjaldsauka að fjárhæð 32.000 krónur frá viðskiptavinum.
Ef þú ert í Stofni þá greiðir þú ekki iðgjaldsauka í tilfellum sem þessum.
Afnotamissir eða bílaleigubíll
Viðskiptavinir í Stofni eiga rétt á bótum vegna afnotamissis, 5.500 kr. á dag eða geta fengið afnot af bílaleigubíl í allt að 7 daga lendi þeir í kaskótjóni.
Frí flutningstrygging
Viðskiptavinir í Stofni geta fengið fría Flutningstryggingu við búferlaflutninga þegar flutt er innanlands og búslóð er flutt með viðurkenndum flutningsaðila.
Hvað þarf ég að gera?
Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í þjónustuver okkar í 440 2000 áður en flutningur hefst og tilkynna þjónustufulltrúa hvert er verið að flytja búslóðina.
Athugaðu sérstaklega að
- Tryggingin gildir eingöngu ef verið er að flytja heila búslóð en ekki staka muni.
- Flytja þarf búslóðina með aðila sem hefur atvinnu af því að flytja búslóð eða varning.
- Ganga vel og tryggilega frá öllum munum við flutning til að lágmarka hættu á skemmdum.