Trygging fyrir alla tegundir eftirvagna

Vagna­kaskó

Eftirvagnar eins og hjólhýsi, fellihýsi og hestakerrur kosta yfirleitt sitt og getur því verið dýrt ef þeir skemmast.

Við mælum með að þú kaupir vagnakaskó fyrir eftirvagninn þinn og tryggir hann þannig fyrir öllum helstu tjónum sem geta orðið á honum.

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Vagnakaskó er víðtæk kaskótrygging sem er ætluð fyrir allar tegundir eftirvagna, hvort sem það eru ferðavagnar eins og hjólhýsi, fellihýsi eða tjaldvagnar, kerrur eða stærri vagnar. Hægt er að innifela lausafé sem tilheyrir vagningum í tryggingunni.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Tryggingin bætir tjón af völdum:Tryggingin bætir ekki tjón:

Umferðaróhapps.

Sem verða þegar ekið er þar sem akstur er óheimill vegna opinberra fyrirmæla.

Bruna.

Af völdum sandfoks.

Snjóflóða eða grjóthruns úr fjallshlíð.

Vegna sjóbleytu.

Skemmdarverka.

Tjón sem verður vegna slits eða ófullnægjandi viðhalds.

Hesta og nautgripa.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Tryggingin bætir ekki tjón af völdum þjófnaðar utan Íslands.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á Íslandi. Ef um árstryggingu er að ræða, gildir hún einnig á ferðalögum í Evrópu í allt að 90 daga og í nauðsynlegum flutningi á milli landa.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d að gæta þess að ökutækið sé læst þegar það er ekki í notkun og geyma lykla þess eða annan opnunarbúnað á öruggum stað.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.