Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Það þýðir að verði tjón af völdum eftirvagnsins, t.d. á öðrum ökutækjum, eignum eða mannvirki þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins.
Hinsvegar þarf að kaupa sérstaka kaskótryggingu á eftirvagninn vegna tjóns sem verður á honum sjálfum. Kaskótrygging tryggir eftirvagninn fyrir m.a. skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs.