Slys og alvarlegir sjúkdómar geta haft veruleg áhrif á fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar. Við bjóðum upp á góðar tryggingar fyrir tekjutapi sem getur fylgt slysum og veikindum, hvort sem það er varanlegt eða til styttri tíma.
Slysatrygging greiðir bætur vegna afleiðinga slysa. Þú getur keypt slysatryggingu sem gildir allan sólarhringinn en einnig fyrir frítíma eða atvinnu eingöngu. Slysatrygging getur líka innifalið keppnisíþróttir og ýmis konar frístundaiðju sem fylgir sérstök áhætta, eins og til dæmis fallhlífastökk.
Sjúkratrygging greiðir bætur vegna veikinda. Sjúkratrygging gildir allan sólarhringinn.
Hægt er að innifela eftirfarandi í slysatryggingum og greiða fyrir það sérstakt iðgjald:
Keppnisíþróttir, akstur- og bardagaíþróttir, fjalla- og klettaklifur, bjargsig, froskköfun, dreka- og svifflug, fallhlífarstökk og aðrar hliðstæðar og eðlisskyldar íþróttir.
Bótum úr sjúkra- og slysatryggingum er ætlað að bæta tekjutap, hvort sem það er til langs eða skamms tíma. Bætur eiga því að taka mið af launum þínum. Algengt er að dagpeningar jafngildi 75% af mánaðarlaunum og örorkubætur þreföldum til fimmföldum árslaunum.