Hvernig virkar Sjúkdómatrygging?
Sjúkdómatrygging greiðir bætur ef þú greinist með einhvern af þeim sjúkdómum sem tryggingin tekur til, óháð því hvort sjúkdómurinn leiðir til óvinnufærni, örorku eða ekki. Bæturnar eru greiddar í einu lagi og eru skattfrjálsar. Þannig geta þær mætt óvæntum útgjöldum og launatapi í kjölfar alvarlegra veikinda.
Hvað er innifalið í Sjúkdómatryggingu?
Sjúkdómum, aðgerðum og tilfellum sem falla undir Sjúkdómatryggingu er skipt í fimm flokka:*
- Krabbamein
- Beinmergsflutningur
- Hjartaáfall
- Kransæðahjáveituaðgerð
- Hjartalokuaðgerð
- Skurðaðgerð á ósæð
- Heilablóðfall
- Lokastig nýrnasjúkdóms
- Hjarta- og nýrnaígræðsla
- Alvarlegur höfuðáverki
- Góðkynja heilaæxli
- Heila og mænusigg (MS)
- Hreyfitaugahrörnun (MND)
- Alzheimerssjúkdómur fyrir 60 ára aldur
- Parkinsonssjúkdómur fyrir 60 ára aldur
- Lömun útlima*
- Dauðadá*
- Málmissir*
- Óafturkræfur missir sjónar
- Heyrnarleysi
*Miðast við tryggingar sem eru gefnar út frá og með 4. júlí 2017. Sem keyptu tryggingar fyrir það geta nálagast skilmála sinna tryggingar á Mitt Sjóvá.
- Flutningur líffæra og samsettra vefja
- Þriðja stigs bruni
- Missir tveggja útlima
- Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar
- Eyðniverusmit vegna blóðgjafar
- Eyðniveirusmit vegna starfs
- Eyðniveirusmit vegna árásar*
*Miðast við tryggingar sem eru gefnar út frá og með 4. júlí 2017. Sem keyptu tryggingar fyrir það geta nálagast skilmála sinna tryggingar á Mitt Sjóvá.
Hlutabætur**
Sjúkdómatrygging greiðir 25% af vátryggingarfjárhæð, 3.000.000 kr. að hámarki vegna þessara sjúkdóma og tilfella:*
Flokkur 1 Tiltekin krabbamein af lægri gráðu (stigum) **
Flokkur 2 Heilablóðfall með mildari afleiðingum **
Flokkur 3 Alvarleg sjónskerðing **
Flokkur 4 Missir eins útlims **
Hægt er að fá hlutabætur greiddar einu sinni úr hverjum flokki og dragast þær frá fullum bótum ef vátryggður greinist með annan sjúkdóm úr sama flokki en hafa ekki áhrif á bótafjárhæð úr öðrum flokkum.
Þegar fullar bætur hafa verið greiddar úr einum flokki tryggingarinnar, fellur sá flokkur út en tryggingin heldur áfram gildi sínu gagnvart þeim sem eftir standa.
* Miðast við tryggingar sem eru gefnar út frá og með 4. júlí 2017. Þeir sem keyptu tryggingar fyrir það geta nálgast skilmála sinna trygginga á Mitt Sjóvá.
** Sjá nánar um hlutabætur í skilmálum tryggingarinnar.