Hvað hefur áhrif á iðgjaldið?
Iðgjald Fjölskylduverndar fer eftir því hve hátt háa tryggingu þú kaupir á innbúið og hvort þú velur að bæta við Ferðatryggingu. Þú færð allar upplýsingar um iðgjaldið og upphæð eigin áhættu hjá ráðgjöfum okkar. Misjafnt er hvort eigin áhætta er í einstökum tryggingum, en upphæð eigin áhættu kemur fram í skírteininu þínu.
Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi.
Fjölskylduvernd gildir fyrir innbúið þitt, en ef þú þarft að tryggja húsnæðið þarftu að skoða lögboðna brunatryggingu húseigna og fasteignatryggingu.