Trygging vegna óvæntra veikinda og slysa

Katta­trygging

Ef kötturinn þinn slasast eða veikist getur verið dýrt að leita til dýralæknis.

Við mælum því með að þú tryggir köttinn, svo hann geti fengið þá læknisaðstoð, rannsóknir eða lyf sem hann þarf, án þess að það þurfi að þýða mikil útgjöld.

Spurt og svarað

Upplýsingar um trygginguna

Hvers konar trygging er þetta?

Kattatrygging er sett saman úr líftryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu og ábyrgðartryggingu. Hægt er að kaupa hverja tryggingu fyrir sig eða setja þær saman.

Sækja skilmála
Hvað er tryggt?
Hvað er ekki tryggt?
Líftryggingin greiðir bætur:Líftrygging greiðir ekki bætur:

Ef köttur deyr af völdum sjúkdóms, meiðsla, eða ef aflífa þarf hann af þeim sökum samkvæmt úrskurði.

Vegna meiðsla og sjúkdóma sem komu upp áður en tryggingin tók gildi eða innan 30 daga frá gildistöku hennar.

Ef aflífa þarf kött vegna árásargirni, mjaðma- loss, arfgengra sjúkdóma eða boðs yfirvalda.

Sjúkrakostnaðartrygging bætir kostnað vegna:Sjúkrakostnaðartrygging bætir ekki kostnað vegna:

Dýralæknismeðferðar.

Meiðsla og sjúkdóma sem komu upp áður en tryggingin tók gildi eða innan 30 daga frá gildistöku hennar.

Lyfja.

Geldingar eða ófrjósemisaðgerða ef læknir telur ekki þörf á aðgerðinni.

Nauðsynlegra rannsókna, s.s. röntgen- mynda, hjartalínurita og vefjarannsókna.

Ábyrgðartrygging greiðir bætur vegna:Ábyrgðartrygging bætir ekki:

Skaðabótaskyldu sem fellur á eiganda kattar samkvæmt íslenskum lögum.

Tjón sem fjölskylda þess sem sér um köttinn verður fyrir.

Tjón sem rekja má til þess að ekki er farið að lögum og reglum um dýrahald.

Eru einhverjar takmarkanir á því sem tryggingin nær yfir?

  • Líftrygging greiðir ekki bætur vegna smitandi lífhimnubólgu (FIP) ef kötturinn hefur verið tryggður hjá Sjóvá í minna en í eitt ár.

Hvar gildir tryggingin?

  • Tryggingin gildir á Íslandi.

Hvaða skyldur hef ég?

  • Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.

  • Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.

  • Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.

  • Þér ber að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. þeirri að bólusetja köttinn við þeim sjúkdómum og sýkingum sem dýralæknar ráðleggja.

Hvenær og hvernig greiði ég iðgjaldið?

Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:

  • Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.

  • Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.

  • Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum

Hvenær tekur tryggingin gildi og hvenær lýkur henni?

  • Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.

Hvernig segi ég tryggingunni upp?

  • Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.