Lagalegur fyrirvari vefsíðu Sjóvár
Þessi vefsíða er eign og í umsjá Sjóvá-Almennra trygginga hf. (Sjóvá), kt. 650909-1270, Kringlunni 5, 103 Reykjavík. Með því að fara inn á þessa vefsíðu telst notandi hennar hafa samþykkt þessa notkunarskilmála.
Þessi vefsíða er fyrst og fremst ætluð til almennra upplýsinga um vörur og þjónustu Sjóvár. Sjóvá leggur metnað í að allar upplýsingar sem fram koma á þessari vefsíðu séu ávallt réttar eða tæmandi hvað varðar tiltekin viðfangsefni. Þetta er þó ekki hægt að ábyrgjast og er því rétt að notandi vefsíðunnar hafi samband við starfsfólk Sjóvár ef að tilteknar upplýsingar varða hann miklu.
Engar upplýsingar á þessari heimasíðu fela í sér bindandi sölutilboð af hálfu Sjóvár nema það sé sérstaklega tekið fram. Allar vátryggingar eru háðar tilteknu áhættumati og ýmsum öðrum skilyrðum sem eru bundnar við hvern og einn einstakling sem leitast við að vátryggja áhættur sínar. Notandi vefsíðunnar þarf því almennt að hafa samband við viðeigandi starfsfólk félagsins til þess að fá nánari upplýsingar eða tilboð í tilteknar vátryggingar.
Veittar fjárhagsupplýsingar á þessari vefsíðu til fjárfesta eða hluthafa eru í upplýsingaskyni. Þessar upplýsingar eru veittar til hægðarauka en Sjóvá ábyrgist ekki að þær séu ávallt réttar. Hluthöfum og fjárfestum er því rétt að kynna sér tilkynningar Sjóvár til Kauphallar Íslands ef treysta þarf upplýsingunum.
Ef ekki er annað tekið fram á vefsíðunni þá eru allar upplýsingar á henni eign Sjóvár og endurbirting þeirra, hvort sem er í heild eða hluta, er óheimil nema með samþykki félagsins. Brot á því varða viðurlögum samkvæmt höfundarétti.
Á sumum hlutum vefsíðunnar getur notandi hennar gefið Sjóvá tilteknar upplýsingar um sig eða aðstæður sínar. Þessi þjónusta er veitt til hægðarauka fyrir viðskiptamenn Sjóvár sem og aðra sem vilja kynna sér eða nýta sér þjónustu Sjóvár. Öllum upplýsingum sem þannig er safnað saman njóta verndar laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Sjóvá nýtir þessar upplýsingar eingöngu til vinnslu sem heimil er skv. sömu lögum. Allir sem óska þess geta fengið upplýsingar hjá Sjóvá hvaða upplýsingum félagið býr yfir hvað hann varðar og fengið af þeim afrit sbr. III. kafla laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Hafa ber samband við starfsfólk Sjóvár til þess að nýta þennan rétt.
Á þessari vefsíðu kunna að vera slóðir inn á aðrar vefsíður. Sjóvá ber ekki ábyrgð á að þessar slóðir virki né neinu efnislegu innihaldi á vefsíðum sem slóðin kann að leiða.
Þessi vefsíða fellur alfarið undir íslensk lög og íslenska dómstóla.