Sjóvá gullhafi í Íslensku ánægjuvoginni 2024

Í síðustu viku kynntu Prósent og Stjórnvísi niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2024. Sjóvá var efst tryggingafélaga, með 69,1 stig og marktækt hæstu einkunnina á tryggingamarkaði og hlýtur því gullmerki Ánægjuvogarinnar.

Þetta er áttunda árið í röð sem Sjóvá er efst en aldrei hefur eitt tryggingafélag verið efst í Ánægjuvoginni svo oft í röð.

Við erum stolt og þakklát fyrir að viðskiptavinir okkar eru þeir ánægðustu á tryggingamarkaði en umfram allt er viðurkenningin hvatning til okkar að halda áfram að gera enn betur.

Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 – Gullhafar

  • Indó 84,4 stig meðal banka
  • Dropp 84,2 stig meðal póstþjónustufyrirtækja
  • Costco eldsneyti 81,0 stig meðal eldsneytis- og hraðhleðslustöðva
  • IKEA 78,2 stig meðal húsgagnaverslana
  • Nova 77,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
  • Krónan 74,1 stig meðal matvöruverslana
  • A4 73,8 stig meðal ritfangaverslana
  • Icelandair 72,3 stig meðal flugfélaga
  • BYKO 71,5 stig meðal byggingavöruverslana
  • Sjóvá 69,1 stig meðal tryggingafélaga

Um Íslensku ánægjuvogina

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent.

Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu og samanstendur Ánægjuvogin afþremur spurningum:

  • Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af fyrirtækinu?
  • Hugleiddu allar væntingar þínar til fyrirtækisins annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir fyrirtækið væntingar þínar?
  • Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna fyrirtæki. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtækið]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.