Í síðustu viku kynntu Prósent og Stjórnvísi niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2024. Sjóvá var efst tryggingafélaga, með 69,1 stig og marktækt hæstu einkunnina á tryggingamarkaði og hlýtur því gullmerki Ánægjuvogarinnar.
Þetta er áttunda árið í röð sem Sjóvá er efst en aldrei hefur eitt tryggingafélag verið efst í Ánægjuvoginni svo oft í röð.
Við erum stolt og þakklát fyrir að viðskiptavinir okkar eru þeir ánægðustu á tryggingamarkaði en umfram allt er viðurkenningin hvatning til okkar að halda áfram að gera enn betur.
Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2024 – Gullhafar
Um Íslensku ánægjuvogina
Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent.
Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu og samanstendur Ánægjuvogin afþremur spurningum:
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.