Sjóvá er aðalstyrktaraðili Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og tryggir eignir og búnað björgunarsveita samtakanna um allt land.
Tryggingar björgunarsveita
Landsbjörg greiðir ákveðnar tryggingar fyrir aðildarfélög sín en aðrar tryggingar þurfa aðildarfélögin að sjá um sjálf.
Ábyrgðartrygging fyrir aðildarfélag
Almenn slysatrygging fyrir félagsmenn aðildarfélags
Víðtæk eignatrygging fyrir persónulega muni félagsmanna aðildarfélags
Ökutækja- og kaskótryggingar bíla, snjósleða og vagna
Aukabúnaðar- og utanvegatrygging ökutækja, bætt við allar kaskótryggingar
Eignatrygging fyrir lausafé í eigu björgunarsveita
Víðtæk eignatrygging fyrir viðkvæman búnað
Húftryggingar og skipatryggingar
Brunatryggingar og húseigendatryggingar
Hvernig er björgunarsveitastarfið tryggt?
Öll ökutæki í kaskó eru tryggð með utanvegakaskó sem tekur gildi við leit og björgun. Dæmi um bótaskyld tjón eru:
Óveðurstjón án takmarkanna um vindstyrk
Skemmdir vegna jarðefnafoks
Skemmdir á ökutæki sem fellur í gegnum ís
Skemmdir á undirvagni ef ökutæki tekur niður á ósléttum vegi
Mikilvægt er að halda vel utan um tæki og búnað í eigu björgunarsveitanna. Hægt er að skipta eignum sveitarinnar í þrjá tryggingaflokka:
Víðtæk eignatrygging sem tekur á skyndilegu og ófyrirséðu utanaðkomandi tjóni. Skoða þarf víðtæka eignatrygging samhliða aukabúnaðartryggingu.
Eignatrygging sem tekur á bruna-, vatns- og innbrotstjónum, hvar sem er á Íslandi
Eignatrygging fyrir stjórnstöð björgunarsveitarinnar, hugsuð fyrir allan búnað sem geymdur er innanhúss og fer ekki úr húsi.
Athugið að huga þarf sérstaklega að fjárhæðum eignatrygginga björgunarsveita.
Húf- og skipatryggingar eru tryggingar fyrir skráningarskyldar vinnuvélar, kerrur og smábáta. Þegar slík tæki eru keypt er mikilvægt að hafa samband við okkur til að tryggja þau þar sem Sjóvá fær ekki sjálfkrafa tilkynningar um kaupin (líkt og er t.d. með bifreiðar).
Mikilvægt er að húftryggja báta þar sem sú trygging nær bæði yfir tjón á bátnum sjálfum og ýmis ábyrgðartjón sem hlotist geta af notkun hans.