Aðgangur fyrirtækja að Mitt Sjóvá

Á þjónustuvef okkar Mitt Sjóvá, færð þú upplýsingar um tryggingar þíns fyrirtækis, yfirlit yfir tjón og getur framkvæmt helstu aðgerðir.

Leiðbeiningar fyrir fyrirtæki

Hér eru þær aðgerðir sem m.a. er hægt að framkvæma á Mitt Sjóvá:

  • Tilkynna tjón
  • Skoða tryggingayfirlit
  • Skoða upplýsingar um tryggingar og eigin áhættur
  • Sækja hreyfinga- og greiðsluyfirlit
  • Veita einstaklingi aðgang að Mitt Sjóvá*
  • Skrá fyrirtækið í rafræna reikninga

*Með því að veita einstaklingi aðgang að Mitt Sjóvá fyrirtækis þá getur viðkomandi einstaklingur skráð sig inn með sínum rafrænu skilríkjum og framkvæmt helstu aðgerðir fyrir hönd fyrirtækisins.

Aðgangur að Mitt Sjóvá

Forráðamenn fyrirtækja samkvæmt fyrirtækjaskrá Skattsins hafa sjálfkrafa aðgang að sínum fyrirtækjum á Mitt Sjóvá. Einstaklingur skráir sig þá inn með sínum rafrænu skilríkjum og getur skipt á milli aðganga í felliglugga efst í hægra horni. 

Einnig er hægt að sækja um sérstakan aðgang fyrir fyrirtæki. Við sendum þá skjal í heimabanka fyrirtækisins með slóð til að velja lykilorð fyrir Mitt Sjóvá. Sjá hér undir Sækja um aðgang.   

Hvernig veiti ég öðrum aðgang að Mitt Sjóvá fyrirtækis?

Notendur geta á einfaldan hátt veitt öðrum aðgang til að skoða eða breyta upplýsingum. Þetta kemur sér vel ef veita þarf til dæmis starfsfólki fyrirtækis aðgang. Aðgerðin heitir Aðgangsheimildir og er undir Stillingar á Mitt Sjóvá.

Það eru þrjár tegundir heimilda:

  • Full heimild – Notandi getur skoðað upplýsingar um tryggingar, tjónasögu og séð greiðsluyfirlit. Einnig getur notandi tilkynnt tjón, breytt stillingum, tengiliðaupplýsingum og stýrt aðgangi annarra notenda.
  • Skoðunarheimild – Notandi getur skoðað upplýsingar um tryggingar, tjón og séð greiðsluyfirlit vátryggingartakans. Einnig getur notandi tilkynnt tjón.
  • Tjónaheimild – Notandi getur eingöngu tilkynnt tjón, séð upplýsingar um tjón í vinnslu og bara séð tjónasögu vátryggingartakans. Notandi með tjónaheimild sér ekki upplýsingar um tryggingar og fjármál.

Það er mikilvægt að yfirfara aðgangsheimildir reglulega til að tryggja að þær séu réttar.

Hægt er að fara á milli notenda í felliglugga efst í hægra horni.

Tilkynna tjón fyrir fyrirtæki

Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.

Það eru nokkrar leiðir fyrir fyrirtæki til að koma til okkar tjónstilkynningu.

  • Aðgangsheimild – Forráðamaður fyrirtækis eða þeir sem hafa fengið aðgangsheimild geta skráð sig inn á sinn persónulega aðgang og skipt svo yfir á yfir á aðgang fyrirtækisins. Tilkynningin kemur þá inn til Sjóvá í nafni fyrirtækisins.
  • Fyrirtæki með notendanafn og lykilorð - Notandi getur skráð sig inn á aðgangi fyrirtækisins og tilkynnt tjónið þannig.
  • Minn aðgangur - Þriðji kosturinn er að tilkynna á sínum persónulega aðgangi, en þá koma vinnutengd mál inn á Mitt Sjóvá tilkynnandans.