Kaskó­skoðun

Þú þarft ekki að koma með ökutækið í Kaskóskoðun ef það er 6 ára eða yngra og án skemmda. Öll eldri ökutæki þarf að koma með í skoðun í næsta útibú.

Til þess að við getum gefið út kaskótryggingu þarf að mynda ökutækið með eftirfarandi hætti:

  • Myndir þurfa að vera skýrar og teknar við góð birtuskilyrði.
  • Ökutækið þarf að vera hreint og allt ytra byrði þess sýnilegt.
  • Myndir þurfa að vera teknar horn í horn svo framendi, afturendi og báðar hliðar séu sýnilegar. Bílnúmer þarf að vera sýnilegt á myndum þar sem möguleiki er á.
  • Myndir þurfa að vera dagsettar þann dag sem trygging á að taka gildi eða auðkenndar með öðrum hætti svo hægt sé að sjá á hvaða degi þær eru teknar.
  • Ef myndir sýna skemmdir eða annað tjón þarf að koma með ökutækið til skoðunar í næsta útibúi Sjóvá.

Kaskótryggingin tekur ekki gildi nema ökutækið sé óskemmt.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á skrifstofum okkar um land allt eða á aðalskrifstofu, Kringlunni 5, Reykjavík í síma 440-2000.