Greiðslu­leiðir og kostnaður

Þú getur valið á milli nokkurra leiða til að greiða tryggingarnar þínar eða fyrirtækis þíns.  

Hægt er að staðgreiða tryggingar eða dreifa greiðslum eftir því sem hentar þér best, með boðgreiðslum, beingreiðslum eða mánaðarkröfum 

  • Hægt er að skipta greiðslum í 3, 6, 9 eða 12 mánuði eða í eingreiðslu. 
  • Ef þú vilt skipta greiðslum eða gera breytingar á skiptingunni þá hefurðu samband við okkur. 
  • Kostnað við greiðsludreifingu má sjá í gjaldskrá hér fyrir neðan. 

Greiðsludreifing

Boðgreiðsla  

  • Skuldfært af kredit- eða debetkorti. 
  • Þú hefur samband við okkur til að skrá kortanúmerið. 
  • Ef þú þarft að uppfæra kortanúmerið geturðu gert það á Mitt Sjóvá. 

Beingreiðsla  

  • Skuldfært af bankareikningi samkvæmt samningi. 
  • Þú hefur samband við okkur og við sendum þér rafrænan samning til samþykktar. 
  • Gjalddagi og eindagi kröfu er fyrsta virka dag hvers mánaðar. 

Mánaðarkröfur 

  • Krafa stofnast í heimabanka með gjalddaga fyrsta dag hvers mánaðar og eindaga 15. hvers mánaðar 

Staðgreiðsla

  • Þú greiðir iðgjaldatímabil hverrar tryggingar með einni kröfu. 
  • Greiðslugjald á staðgreiðslukröfur:  
    • Fyrir viðskiptavini í pappírslausum viðskiptum: 130 kr.
    • Fyrir viðskiptavini sem eru ekki í pappírslausum viðskiptum: 390 kr. 

Gjaldskrá greiðsludreifingar

Kostnaður við greiðsludreifingu miðast við 6,75% ársvexti. Kostnaður reiknast niður á mánaðargreiðslu eftir fjölda mánaða sem greiðslunum er dreift á: 


Greiðslutíðni

Ársvextir

Eingreiðsla

0%

3 mánuðir

0,56%

6 mánuðir

1,41%

9 mánuðir

2,25%

12 mánuðir

3,09%

Inn­heimta

Ef krafa hefur ekki verið greidd tveimur dögum eftir eindaga minnum við þig á, með því að senda sms eða tölvupóst. 

Það er mjög mikilvægt að hafa réttar samskiptaupplýsingar skráðar til að við getum haft samband áður en til innheimtu kemur. Þú getur alltaf uppfært netfang og símanúmer á Mitt Sjóvá

Ef þú sérð fram á að geta ekki greitt á réttum tíma þá biðjum við þig endilega að hafa samband við okkur og við reynum að finna út úr málunum með þér. 

Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands

Motus og Lögheimtan innheimta gjaldfallin iðgjöld fyrir hönd Sjóvá. Kostnaður vegna innheimtubréfa er samkvæmt gjaldskrá þeirra: 

  • Kostnaður við áminningarbréf/innheimtuviðvörun: 950 kr. 
  • Kostnaður við lokaviðvörun: 1.500 kr.