Þú getur valið á milli nokkurra leiða til að greiða tryggingarnar þínar eða fyrirtækis þíns.
Hægt er að staðgreiða tryggingar eða dreifa greiðslum eftir því sem hentar þér best, með boðgreiðslum, beingreiðslum eða mánaðarkröfum
Boðgreiðsla
Beingreiðsla
Mánaðarkröfur
Kostnaður við greiðsludreifingu miðast við 6,75% ársvexti. Kostnaður reiknast niður á mánaðargreiðslu eftir fjölda mánaða sem greiðslunum er dreift á:
Greiðslutíðni | Ársvextir |
---|---|
Eingreiðsla | 0% |
3 mánuðir | 0,56% |
6 mánuðir | 1,41% |
9 mánuðir | 2,25% |
12 mánuðir | 3,09% |
Ef krafa hefur ekki verið greidd tveimur dögum eftir eindaga minnum við þig á, með því að senda sms eða tölvupóst.
Það er mjög mikilvægt að hafa réttar samskiptaupplýsingar skráðar til að við getum haft samband áður en til innheimtu kemur. Þú getur alltaf uppfært netfang og símanúmer á Mitt Sjóvá.
Ef þú sérð fram á að geta ekki greitt á réttum tíma þá biðjum við þig endilega að hafa samband við okkur og við reynum að finna út úr málunum með þér.
Dráttarvextir eru samkvæmt útgefnum dráttarvöxtum Seðlabanka Íslands.
Motus og Lögheimtan innheimta gjaldfallin iðgjöld fyrir hönd Sjóvá. Kostnaður vegna innheimtubréfa er samkvæmt gjaldskrá þeirra: