Þegar um fjölbýlishús er að ræða er algengast að húsfélög taki sameiginlega fasteignatryggingu fyrir allt húsið. Hafi verið tekin ákvörðun um það á húsfundi, í samræmi við lög um fjöleignarhús, að kaupa sameiginlega fasteignatryggingu verða allir íbúðareigendur að taka þátt í þeirri tryggingu. Ef sameiginleg trygging er ekki til staðar verður hver og einn íbúðareigandi að kaupa sína fasteignatryggingu sjálfur.