Viðbrögð við tjóni

Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.

Fyrstu viðbrögð við tjóni

  • Ef tjón hefur orðið á fasteign er mikilvægt að takmarka frekara tjón eins og kostur er.
  • Ef umferðaróhapp hefur orðið skal kanna hvort allir séu heilir á húfi og gæta að öryggi þeirra sem eru á staðnum. Í kjölfarið skal koma í veg fyrir að ökutæki geti skapað frekari hættu áður en næstu skref eru tekin.
  • Frekari upplýsingar og svör við algengum spurningum varðandi tilkynningarferlið má svo finna hér.

Tilkynntu tjónið

Hægt er að tilkynna flest öll tjón með einföldum hætti hér á vefnum með því að smella á hnappinn Tilkynna tjón.

Hvernig tilkynni ég vinnuslys?

Mikilvægt er að bregðast rétt við vinnuslysum. Sjá nánari upplýsingar.

Hvernig tilkynni ég tjón sem verða á persónulegum munum á vinnutíma?

  • Til þess að eiga mögulegan bótarétt þarf fyrirtækið, stofnunin eða sveitarfélagið að vera með slysatryggingu launþega.
  • Hægt er að tilkynna tjón á persónulegum munum starfsfólks undir innbú og munir í tilkynningarferlinu.
  • Til þess að tilkynna tjón á persónulegum munum starfsfólks þarf tilkynnandi að skrá sig inn með sínum rafrænum skilríkjum og setja svo kenntiölu fyrirtækisins, stofnunarinnar eða sveitarfélagsins sem tryggingataka.

Hvernig tilkynni ég tjón í ábyrgðatryggingu fyrirtækis?

  • Til þess að eiga mögulegan bótarétt þarf fyrirtækið, stofnunin eða sveitarfélagið að vera með ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar.
  • Tilkynnandi þarf að gefa upp kennitölu þess sem er skráður fyrir tryggingunni og tengiliðaupplýsingar beggja aðila.

Hvernig tilkynni ég farmtjón?

  • Til þess að eiga mögulegan bótarétt þarf fyrirtækið, stofnunin eða sveitarfélagið að vera með farmtryggingu.
  • Til þess að tilkynna farmtjón þarf tilkynnandi að skrá sig inn með sínum rafrænum skilríkjum og setja svo kennitölu fyrirtækisins sem tryggingataka.