Styrkveitingar

Við styrkjum árlega fjölda félagasamtaka og einstaklinga sem vinna að ýmsum góðum málefnum í þágu samfélagsins.

Við styðjum sérstaklega við verkefni sem endurspegla hlutverk okkar og leggjum því ríka áherslu á að styrkja verkefni sem hafa forvarnargildi. Á það bæði við forvarnir gegn slysum og tjónum eða heilsutengdar forvarnir, s.s. íþróttastarf barna og ungmenna um land allt.

Ýmis verkefni höfum við styrkt árum saman og þannig höfum við til dæmis átt afar farsælt samstarf við Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og verið aðalstyrktaraðili þeirra um áratuga skeið.