Atvinnutenging VIRK hefur tilnefnt Sjóvá sem eitt af tólf fyrirtækjum á tilnefningarlista yfir þau fyrirtæki sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna VIRKt fyrirtæki 2025.
Tvö af þeim tólf tilnefndu fyrirtækjum munu hljóta viðurkenninguna og verða sigurvegarar tilkynntir á ársfundi VIRK þann 29. apríl nk. Fyrirtækin Hrafnista og Símstöðin fengu þessa viðurkenningu árið 2024.
Við hjá Sjóvá erum stolt af því að geta stutt við hið mikilvæga starf sem VIRK sinnir í samfélagi okkar en þau grípa hóp sem fallið hefur út af vinnumarkaði og hlúa að heilsu og velferð þeirra með það að leiðarljósi að þau geti snúið aftur til vinnu.
Í umsögn frá atvinnutenglum VIRK kom fram að framlag Sjóvá skiptir sköpum og að við sýnum mikla samfélagslega ábyrgð í verki með því að bjóða einstaklingum í atvinnutengingu tækifæri. Við fáum reglulega til okkar í ráðgjöf og stuðning aðila frá þeim sem eru í atvinnuleit, og hefur það samstarf leitt til ráðninga.
Við viljum þakka VIRK einlægt fyrir gott samstarf og vonumst til að það haldi áfram að vaxa og dafna í framtíðinni. Í tilefni af þessari viðurkenningu færðu fulltrúar frá VIRK okkur blómvönd sem tákn um samvinnu og árangur.
Hrönn H. Hinriksdóttir, Hópstjóri atvinnulífstengla hjá VIRK, Ágústa Björg Bjarnadóttir, Mannauðsstjóri hjá Sjóvá og Þorsteinn Gísli Hilmarsson, Atvinnulífstengill hjá VIRK