Vatnstjón eru ein algengustu tjónin sem verða á heimilum hér á landi.
Hægt er að gera ýmislegt til að minnka líkurnar á því að vatnstjón verði og til að lágmarka tjón af völdum vatns, með réttum viðbrögðum.
Gott að vita
Mikilvægt er að vera með það á hreinu hvar vatnsinntakið í húsinu er. Dæmi um það hvar vatnsinntak er að finna:
Inni í bílskúr: Í mörgum húsum er vatnsinntakið staðsett í bílskúrnum, sérstaklega ef bílskúrinn er innbyggður í húsið. Þar er oft aðgengilegt rými fyrir inntök og mæla.
Inntaksrými eða inntaksskápur: Í sumum húsum er sérstakt rými eða skápur þar sem vatnsinntakið er staðsett, oftast á neðri hæð eða í kjallara.
Í þvottahúsi: Vatnsinntakið er stundum staðsett í þvottahúsi eða öðru votrými í húsinu, þar sem aðgengi að pípulögnum er auðvelt.
Kjallari eða neðri hæð: Í húsum með kjallara eða neðri hæð er vatnsinntakið oftast staðsett þar, sérstaklega ef húsið er með eldri byggingarstíl.
Í rafmagns- eða tæknirými: Í sumum tilfellum er vatnsinntakið staðsett nálægt rafmagns- eða tæknirými, þar sem aðgangur að öðrum lögnum og búnaði er einnig til staðar.
Við mælum með að heita og kalda vatnið sé merkt við vatnsinntakið þannig að það sé auðvelt að skrúfa fyrir rétt streymi ef það verður tjón. Þú getur pantað slíkar merkingar hjá okkur.
Gott er að venja sig á að hafa þvottavélar og þurrkara ekki í gangi þegar enginn er heima. Sama á við um uppþvottavélar.
Þú skalt setja öryggisfestingar á þvottavélar sem standa ekki á gólfi.
Ef þú ferð í langt frí mælum við með að skrúfa fyrir vatnið í uppþvottavélina og þvottavélina.
Við mælum með því að þú hafir vatnsskynjara í votrýmum, sérstaklega ef ekki er niðurfall í gólfi. Hægt er að fá ýmsar gerðir af vatnsskynjurum, til dæmis skynjara sem tengjast öryggiskerfi hússins. Viðskiptavinir okkar í Stofni fá afslátt af vatnsskynjurum og öðrum öryggisvörum hjá Ólafi Gíslasyni og Co.
Fylgstu vel með þar sem vatnslagnir eru því lagnaefni hefur ákveðinn endingartíma. Gott er að venja sig á að fylgjast til dæmis með vatnstengdum ísskápum. Ef málning eða klæðning bólgnar á veggjum eða áferð gólfefni breytist og bólgnar getur það til dæmis bent til leka.
Lokaðu strax fyrir vatnsinntak.
Farðu mjög varlega þar sem heitt vatn flæðir.
Hringdu í 112 ef þú ræður ekki við aðstæður eða telur að hætta sé á ferðum.
Hafðu strax samband við okkur til að lágmarka tjón og láta meta skaðann. Tjónavakt Sjóvá er með síma 440 2424 og aðstoðar í neyðartilfellum.
Við mælum ávallt með að lagnavinna sé unnin af fagmönnum.
Mundu eftir að láta lofta vel um húsnæði. Mikilvægt er að opna glugga reglulega.
Fylgstu vel með fúgum á milli flísa og þéttingum við sturtubotna og baðkör. Þéttingar þarf að endurnýja reglulega.
Hreinsaðu reglulega öryggisniðurföll á baðherbergjum og í þvottahúsum og niðurföll í sturtuklefum.
Algengt er að lagnir tærist í sundur vegna utanaðkomandi raka. Gott er að fylgjast vel með sprungum í útveggjum og frágangi við glugga og hurðir.
Hreinsaðu niðurföll utandyra svo þau stíflist ekki. Þetta á sérstaklega við á haustin og vorin.