Sumarhús

Mikilvægt er að huga vel að forvörnum og öryggismálum sumarhúsa. Það á við allan ársins hring, sama hvort húsið er í stöðugri notkun eða ekki. 

Vatn

Flest tjón í sumarhúsum eru vegna vatnsleka. Vatnstjón geta verið mjög kostnaðarsöm og því er mikilvægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir.

Brunavarnir

Brunarvarnir eru lykilatriði þegar kemu að öryggi heimila og sumarhúsa. Timburhús eru sérstaklega mikill eldsmatur og dvöl í sumarhúsum fylgir oft aukin notkun brennanlegra efna. Hætta getur verið á gróðureldum og oft eru frístundabyggðir í töluverðri fjarlægð frá starfsstöðvum slökkviliða.

Það er því afar mikilvægt að sinna brunavörnum sumarhúsa vel.

Innbrot og öryggiskerfi

Ýmis ráð eru til að sporna gegn innbrotum í sumarhús

  • Dragið fyrir alla glugga þegar húsið er yfirgefið.
  • Ekki geyma verðmæti þannig að þau séu sýnileg utan frá.
  • Gott er ef nágrannar í sumarhúsabyggð sameinast um að fylgjast með húsnaði hvors annars.
  • Víða í frístundabyggð hafa verið settar upp girðingar og aðgangsstýrð hlið til að hefta aðgengi, sem hefur fælingarmátt.
  • Öryggiskerfi eru góð þjófavörn og flýta viðbragðstíma. Í dag er hægt að fá ýmiskonar öryggisbúnað og kerfi sem hægt er að tengja við farmsíma og/eða tölvu. Þannig er hægt að fylgjast með sumarhúsinu að heiman.

Heiti potturinn

Ef heitur pottur er við sumarhúsið þarf alltaf að fylgjast vel með börnum og skilja þau aldrei eftir ein í pottinum.

  • Ósynd börn eiga að hafa armkúta.
  • Þegar farið er úr pottinum á alltaf að setja lok yfir pottinn og læsa því.
  • Mikilvægt er að kanna hitastig pottsins alltaf áður en farið er í hann og hafa hitastýringu á honum.
  • Gott er að láta fagaðila yfirfara lagnir og stilla kerfi á eldri pottum.

Gardínur

Algengt er að rimla- og rúllugardínur séu í sumarhúsum og stundum með snúrum sem hanga niður. Mikilvægt er að festa snúrurunar við gluggakarma eða vegg, til að börn geti ekki flækst í þeim. Festingar fylgja yfirleitt með gardínunum, annars er hægt að nota plasthanka.

Kojur

Gott er að skoða efri kojur með það í huga að börn geti ekki dottið niður þegar þau eru sofandi eða að leika sér. Besta leiðin til að koma í veg fyrir slík slys er að góð öryggisbrík sé á efri koju og hún nái upp yfir dýnuna. Stiginn upp í efri koju þarf að vera stöðugur og vel festur við kojuna.

Framkvæmdir

Þó að alvarlegustu tjónin í sumarhúsum séu yfirleitt vegna vatns og bruna þá eru fallslys ein algengustu slysin. Þau verða oft þegar staðið er í framkvæmdum, t.d. þegar unnið er að viðhaldi eða byggingu húsa. Þá er nauðsynlegt að huga vel að örygginu, nota heila og stöðuga stiga, fá aðstoð og vera í línu ef unnið er uppi á þaki.