Ef bíllinn þinn skemmist í umferðaróhappi getur kostað sitt að láta gera við hann.
Það skiptir því máli að vera með góða kaskótryggingu á bílnum þannig að hann sé tryggður fyrir skemmdum sem hann getur orðið fyrir.
Kaskótrygging er valkvæð trygging sem bætir tjón á ökutækinu sem verður vegna skyndilegra og óvæntra utanaðkomandi atvika.
Hvað er tryggt? | Hvað er ekki tryggt? |
---|---|
Tryggingin bætir tjón: | Tryggingin bætir ekki: |
Á ökutæki sem lendir í umferðaróhappi. | Skemmdir eða slit af eðlilegri notkun. |
Af völdum þjófnaðar. | Tjón af völdum sandfoks. |
Ef ökutækið brennur. | Tjón á undirvagni ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum, slóðum, utan vega eða yfir óbrúaðar ár. |
Vatn sem flæðir inn í ökutækið ef ekið er yfir óvænta polla á bundnu slitlagi. | Tjón vegna vatns sem flæðir inn í ökutækið ef ekið er yfir óbrúaðar ár, vötn eða læki. |
Á rafhlöðu rafbíls, vél eða gírkassa ef ökutækið rekst niður í akstri eða eitthvað hrekkur upp undir það. | Tjón sem verður vegna slits eða ófullnægjandi viðhalds. |
Þjófnað á ökutækinu erlendis. |
Tryggingin bætir ekki tjón sem verða í aksturskeppni.
Tryggingin gildir á Íslandi. Ef um árstryggingu er að ræða gildir hún líka á ferðalagi í Evrópu í allt að 90 daga og í nauðsynlegum flutningi á milli landa.
Þú þarft að tilkynna tjón eins fljótt og kostur er og ekki síðar en innan árs frá tjónsdegi.
Þú þarft að sjá til þess að allar upplýsingar á vátryggingarskírteininu séu réttar.
Þú þarft að tilkynna okkur um breytingar á heimilisfangi, símanúmeri og netfangi.
Þér er skylt að fara eftir varúðarreglum í skilmálum, t.d. að gæta þess að ökutækið sé læst þegar það er ekki í notkun og geyma lykla þess eða annan opnunarbúnað á öruggum stað.
Iðgjaldið á að greiða á gjalddaga. Við útgáfu eða endurnýjun tryggingarinnar stofnast rafræn krafa í netbanka. Þú átt kost á að dreifa greiðslum iðgjaldsins með:
Boðgreiðslu, þar sem iðgjaldið er skuldfært mánaðarlega af kredit- eða debetkorti.
Beingreiðslu, þar sem skuldfært er mánaðarlega af bankareikningi.
Fyrirtækjadreifingu, þar sem hægt er að greiða iðgjöld með mánaðarlegum greiðslum.
Tryggingin tekur gildi frá samþykkt tilboðs og endurnýjast árlega þar til henni er sagt upp.
Einstaklingar og fyrirtæki með færri en fimm stöðugildi geta sagt tryggingum upp hvenær sem er og falla þær þá niður í lok þarnæsta mánaðar frá því uppsögnin berst. Önnur fyrirtæki geta sagt tryggingum upp með mánaðarfyrirvara fyrir lok tryggingatímabilsins.
Uppsögn þarf að vera skrifleg, t.d. með rafrænni undirskrift.
Ef þú ert sjálfstætt starfandi eða rekur lítið fyrirtæki þá getur Afnotamissisvernd hentað vel fyrir þig. Afnotamissisvernd er í boði sem viðbót við kaskótryggingu ökutækja.
Afnotamissisvernd er hugsuð fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki sem mega illa við að missa bíla úr rekstri vegna tjóns. Ef bíllinn verður fyrir tjóni bótaskylt er í kaskótryggingu þá átt þú rétt á að fá bílaleigubíl eða peningagreiðslu í allt að 7 daga, á meðan bíllinn er í viðgerð.
Athugið að Afnotamissisvernd er bara ætluð smærri bílum sem notaðir eru í atvinnurekstri.