Þeir sem flytja til Íslands þurfa að hafa lögheimili hér í sex mánuði áður en þeir falla undir almannatryggingar. Þetta á bæði við um útlendinga sem koma hingað til lengri eða skemmri dvalar og Íslendinga sem hafa flutt lögheimili sitt til annars lands og eru að snúa aftur.
Við bjóðum þessum einstaklingum sjúkrakostnaðartryggingu sem auðveldar þeim að brúa bilið. Sjúkrakostnaðartrygging gildir í sex mánuði og veitir sambærilegar vernd og sjúkratryggingar samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þannig greiðir hún þann hlut sem almannatryggingar greiða alla jafna í læknis- og lyfjakostnaði, þegar eigin áhættu er náð.
Umsækjendur með rafræn skilríki eða aðgang að íslenskum netbanka
Það er einfalt að kaupa Sjúkrakostnaðartryggingu fyrir þig eða fyrir aðra. Þú smellir á hnappinn hér fyrir neðan og ferlið hefst. Ef þú ert með rafræn skilríki eða aðgang að íslenskum netbanka getur þú sótt um fyrir einstaklinga sem hafa ekki íslenska kennitölu, einn eða fleiri í einu. Mundu bara að ef sá sem sótt er um fyrir er ekki með íslenska kennitölu, þá þarf skannað afrit af vegabréfi viðkomandi að fylgja með umsókninni. Forráðamenn barna yngri en 18 ára geta einnig sótt um fyrir þeirra hönd.
Kaupa trygginguUmsækjendur sem eru hvorki með rafræn skilríki né íslenskan bankareikning
Hér getur þú keypt Sjúkrakostnaðartryggingu fyrir þig eða barnið þitt. Þetta kaupferli er hugsað fyrir þá sem eru ekki með íslensk rafræn skilríki eða aðgang að íslenskum netbanka. Athugið að hér er aðeins hægt að kaupa fyrir einn einstakling í einu. Skannað afrit af vegabréfi þess sem sótt er um fyrir þarf að fylgja með umsókninni.
Kaupa tryggingu