Miðstöðin er til húsa að Hátúni 12 (vesturinngangur), 105 Reykjavík og þar er búið að innrétta íbúð þar sem námskeiðin fara fram. Einnig er boðið upp á námskeið um slysavarnir fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður í ung- og smábarnavernd.
Herdís L. Storgaard, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Miðstöðvar slysavarna barna er leiðbeinandi á námskeiðunum en Sjóvá og Ikea styrkja starfsemina. Nánari upplýsingar og fróðleik er að finna á vefsíðu miðstöðvarinnar msb.is.
Gátlisti um öryggi barna á heimilinu
Á námskeiðinu Vertu skrefi á undan sem ætlað er foreldrum um slysavarnir barna er farið yfir gátlista um öryggi barna á heimilinu. Mælt er með að amma og afi skoði líka sitt heimili út frá gátlistanum. Hægt er að nálgast gátlistann hér.
Sjóvá spjallið
Herdís Storgaard var gestur í hlaðvarpinu Sjóvá spjallið en þar ræddi Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við hana um slysavarnir barna og störf hennar í gegnum tíðina.