SOS International sérhæfir sig í neyðaraðstoð við fólk á ferðalagi vegna alvarlegra slysa og veikinda. Ef þú ert með ferðatryggingar áttu rétt á þjónustu SOS International. Þú getur líka haft samband beint við okkur hjá Sjóvá á opnunartíma í + 354 440 2000.
Þú getur líka tilkynnt neyðartilvikið rafrænt til SOS International og fundið upplýsingar um þær sjúkrastofnanir sem eru næst staðsetningu þinni.
Þegar upp koma minniháttar veikindi eða slys á ferðalögum erlendis á ekki að leita til SOS International neyðarþjónustu. Þá er nóg að leita aðstoðar á sjúkrastofnun eða lækni og halda vel utan um allar kvittanir fyrir útlögðum kostnaði.
Þjónusta SOS felst meðal annars í því að staðfesta að ferðatrygging sé til staðar, veita ráðgjöf, eiga samskipti við sjúkrastofnanir og aðstandendur og aðstoða við heimflutning ef þess þarf.
Þú getur fundið næstu sjúkrastofnun sem þú getur leitað til eftir staðsetningu þinni á þjónustuvef SOS International.
Netfang: sos@sos.dk
Heimasíða: www.sos.dk