Minniháttar veikindi eða slys á ferðalagi erlendis
Ef leita þarf til læknis vegna minniháttar veikinda eða slysa erlendis, leggjum við til að þú greiðir kostnaðinn en haldir vel utan um allar greiðslukvittanir vegna útlagðs læknis-, lyfja- og sjúkrakostnaðar.
Eftir ferðalagið fyllir þú út tjónstilkynningu á sjova.is eða kemur við í næsta útibúi hjá okkur. Frumrit greiðslukvittana, vottorða, skýrslur og ferðagögn (farmiðar/bókanir) þurfa að berast okkur svo við getum tekið málið til afgreiðslu.
Við vekjum athygli þína á því að eigin áhætta getur verið í ferðasjúkratryggingum.