Sjóvá tekur eingöngu á móti reikningum með rafrænum hætti sem XML skeyti í gegnum skeytamiðlara. Það er ódýrara að senda reikninga rafrænt, móttaka reikninga er hraðari og öruggari og þá eru rafrænir reikningar umhverfisvænni kostur og styðja við sjálfbærni. Þið getið annað hvort sent okkur reikning í gegnum rafræna gátt hjá okkur eða sent rafrænt í gegnum ykkar reikningagerðakerfi. Mörg kerfi styðja rafræna reikninga og byrja þarf að setja slíkt upp. Þegar reikningur er skráður hér í gegnum gáttina á ekki að senda reikninginn samhliða á pappír, né með tölvupósti. Upprunareikninginn skal setja inn í skráningarformið sem viðhengi. Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að senda reikning til Sjóvá með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlara.
Til þess að við getum afgreitt reikninga fljótt og vel er nauðsynlegt að ákveðnar upplýsingar séu til staðar í XML skeytinu.
Allir reikningar skulu byggja á XML tækni og mælt er með að þeir fylgi tækniforskrift frá Staðlaráði TS-236. Forskriftirnar má nálgast á vefsíðu Staðlaráðs.
Reikninga vegna eigna- og ökutækjatjóna þarf alltaf að stíla á eiganda tjónsmunar, t.d. í ökutækjatjónum er reikningur stílaður á eiganda eða umráðamann ökutækis.
Auk lögboðinn atriða þarf einnig að koma fram á reikningi:
Tjónsnúmer er einkvæmt sex tölustafa númer frá Sjóvá. Tjónsnúmer skal vera í svæðinu <cbc:BuyerReference>
Fyrir þá sem ekki hafa uppfært í TS-236 má skrá tjónsnúmer <cbc:AccountingCost>.
Bókunarupplýsingar sem geta auðveldað afgreiðslu reiknings fara í svæðið <cac:AdditionalDocumentReference> í haus reiknings.
Nota skal eftirfarandi kóða til að tilgreina tegund viðfangs.
Kóði |
Heiti á ensku |
Heiti á íslensku |
Tilgangur og format |
ABZ |
Vehicle licence number |
Skráningarnúmer tækis |
Bílnúmer eða vinnuvélanúmer. Rétt format: ABC23 |
ARR |
Social security number |
Kennitala tjónþola |
T.d. í persónutjónum. Format: 0101012020 |
AUA |
Place of positioning reference |
Textalýsing á tjónþola |
T.d. í eignatjónum þegar tjónþoli er fasteign eða munur (farsími, dýr eða annað). Format: Lundur 1, 200 Kópavogur |
XA |
Company/place registration number |
Fastanúmer |
Þegar tjónþoli er eign með fastanúmeri. Format: 2262424 |
Einungis eitt viðfang þarf á hvern reikning, allt eftir tegund tjónþola. Bílaverkstæði t.d. notar eingöngu ABZ fyrir bílnúmer.
<cac:AdditionalDocumentReference>
<cbc:ID>ABC23</cbc:ID>
<cbc:DocumentType>ABZ</cbc:DocumentType>
</cac:AdditionalDocumentReference>
Sjóvá býður þeim sem ekki geta sent rafræna reikninga að skrá og senda reikninga í gegnum vefgátt hér: https://sjova-billing.unimaze.com/
Fyrir varanlegri lausnir þá höfum við höfum gott samstarf við Stólpi Viðskiptalausnir og Regla.is sem bjóða upp á einföld en öflug bókhaldskerfi sem senda rafræna reikninga samkvæmt nýjustu stöðlum.