Merki félagsins
Hér er að neðan má finna merki (logo) Sjóvár. Meginreglan er að nota merkið í lit. Ef notuð er svarthvít útgáfa skal notast við útgáfurnar hér að neðan. Fyrir allar frekari upplýsingar um notkun vörumerkisins hafið samband við markaðsdeild.
Merki á vektor formi (.pdf) fyrir prent (CMYK) og fyrir skjámiðla (RGB)
Opnanlegt í öllum myndvinnsluforritum, svo sem Illustrator, Freehand og CorelDraw. Vektor format þýðir að hægt er að stækka merkið án þess að upplausn / prentgæði tapist.
Merki í pixlum (.jpg og .png) fyrir skjámiðla (RGB)
Opnanlegt í öllum helstu myndvinnsluforritum. Pixlar þýðir að ef merkið er stækkað tapar það gæðum.
Varið svæði
Svæðið í kringum merkið er mikilvægt að verja svo merkið standi út úr. Í þetta svæði má ekki setja neitt annað, hvorki texta né mynd. Varið svæði er 30% af hæð merkisins í allar áttir.
Lágmarksstærð
Lengd merkisins skal aldrei vera minni en 15 mm.