Á meðan ökutækið er í viðgerð – upplýsingar til tjónþola
Ef þú lendir í ökutækjatjóni sem er bótaskylt hjá Sjóvá og átt rétt á bótum vegna afnotamissis getur þú valið milli tveggja möguleika á meðan ökutækið þitt er í viðgerð, miðað er við eðlilegan viðgerðartíma.
- Greiðsla vegna afnotamissis, 5.500 kr. á dag. Hafðu samband við okkur að viðgerð lokinni og þú færð afnotamissinn greiddan með eingreiðslu inn á bankareikning þinn.
- Bílaleigubíll. Um leið og við höfum sent þér upplýsingar um það hvort tjónið verði bætt og þú vilt fá bílaleigubíl hafðu þá samband við okkur og við sendum beiðni til bílaleigunnar. Þú getur líka haft beint samband við bílaleiguna. Sjóvá er í samstarfi við fjölda bílaleiga. Smelltu hér til að sjá lista yfir bílaleigur
- Eingöngu er hægt að fá bílaleigubíl á Íslandi.
- Miðað er við bílaleigubíl í A flokki (smábíl).
- Hámarksakstur bílaleigubíls eru 100 km á dag.
- Kynntu þér skilmála bílaleigunnar varðandi eigin áhættu leigutaka.
- Samkvæmt lögum þarf leigutaki að vera orðinn tvítugur.
- Leigutaki þarf að framvísa kreditkorti hjá bílaleigunni.
Ef þú ert ekki í rétti en með Kaskótryggingu
Ef þú ert með kaskótryggingu og ert í Stofni vildarþjónustu þá áttu rétt á sömu þremur valmöguleikum og hér fyrir ofan, með sömu skilyrðum, þó að þú hafir ekki verið í rétti. Sem viðskiptavinur í Stofni vildarþjónustu Sjóvá áttu rétt á bótum vegna afnotamissis eða bílaleigubíl í allt að 7 daga á meðan ökutækið er í viðgerð.
Á Mitt Sjóvá getur þú séð hvernig tryggingu þú ert með og hvort þú ert í Stofni.
Hvað þýðir afnotamissir?
Afnotamissir er réttur þinn til bóta á meðan ökutækið er í viðgerð og miðast við fjölda eðlilegra viðgerðardaga ökutækis en ekki reiknast bætur vegna tafa sem orsakast af óvenjulega löngum afhendingartíma varahluta. Sé ökutækið óökuhæft reiknast afnotamissir frá tjónsdegi þar til viðgerð er lokið. Viðskiptavinir í Stofni, vildarþjónustu Sjóvá eiga rétt á bótum vegna afnotamissis í kaskótjóni meðan á viðgerð ökutækis stendur, þó að hámarki í 7 daga.