Þeim fjölgar stöðugt sem ferðast um landið með eftirvagn. Það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga áður en lagt er af stað. Hér förum við í gegnum helstu atriðin.
Þeir ökumenn sem eru með almenn ökuréttindi gefin út fyrir 15.ágúst 1997 eru sjálfkrafa skráðir með BE ökuréttindi. Þeir sem tóku bílpróf eftir þann tíma eru einungis með B réttindi og þurfa að sækja það sérstaklega að fá BE réttindi. Í því felst að taka fjóra ökutíma og verklegt próf.
Eftirvagn er tryggður með ábyrgðartryggingu bílsins sem dregur hann. Það þýðir að verði tjón af völdum eftirvagnsins, t.d. á öðrum ökutækjum, eignum eða mannvirki þá er hægt að sækja bætur í ábyrgðartryggingu bílsins.
Hinsvegar þarf að kaupa sérstaka kaskótryggingu á eftirvagninn vegna tjóns sem verður á honum sjálfum. Kaskótrygging tryggir eftirvagninn fyrir m.a. skemmdum, þjófnaði, eldsvoða og tjóni vegna óveðurs.
Skráningarskyldir eftirvagnar skulu hafa viðurkenndan ljósabúnað, s.s. glitaugu, stöðuljós, framvísandi hvít ljós ef breidd vagns er meiri en 160 cm, hemlaljós, stefnuljós og breiddarljósker ef breidd vagns er meiri en 230 cm. Ef eftirvagn er meira en 6 metra langur, t.d. stærstu hjólhýsi, skal hann m.a. vera búinn rauðgulum eða gulum hliðarljósum. Breidd eftirvagns eða tengitækis, sem bifreið dregur, má ekki vera meiri en sem nemur 30 cm út fyrir hvora hlið bifreiðar.
Hér má nálgast ítarlega samantekt varðandi búnað og þyngd eftirvagna á vef Lögreglunnar.
Almenna reglan er að heildarþyngd tengitækis eða eftirvagns sé ekki meira en helmingur eigin þyngdar dráttarbifreiðarinnar ef vagninn er ekki búinn hemlum.
Hægt er að nálgast upplýsingar um hámarksþyngd eftirvagns í skráningarskírteini bílsins eða á Mínu svæði á vef Samgöngustofu.
Almennt gildir að tengitæki og eftirvagnar með heildarþyngd á bilinu 750 – 3500 kg skulu búin hemlum s.s. ýti- eða rafhemlum auk stöðuhemils. Eftirvagn með heildarþyngd yfir 3500 kg skal búinn hemlalæsivörn (ABS) og samtengdu hemlakerfi milli bifreiðar og eftirvagns.
Það getur þó verið breytilegt eftir bílum hver leyfileg þyngd er, upplýsingar um leyfilega heildarþyngd eftirvagns án hemlunarbúnaðs má finna í skráningarskírteini bílsins, sem má nálgast á Mínu svæði á vef Samgöngustofu.
Dæmi um upplýsingar úr skráningarskírteini bíls:
Hér má nálgast ítarlega samantekt varðandi búnað og þyngd eftirvagna á vef Lögreglunnar.