Gæludýr eiga sérstakan stað í hjarta okkar og eru oft á tíðum skemmtilegir persónuleikar sem setja mark sitt á heimilislífið. Stundum lenda dýrin í óhöppum eða veikjast. Erfitt er að standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kostnaður geti haft áhrif eða jafnvel staðið í vegi fyrir að dýr fái viðeigandi aðstoð og meðhöndlun. Þá skiptir máli að vera vel tryggður. Þess vegna bjóðum við upp á líf- og sjúkrakostnaðartryggingar fyrir dýr.
Kettir eru ævintýragjarnir og forvitnir að eðlisfari. Þó að kettir hafi löngum verið taldir hafa níu líf er full ástæða til að tryggja þá.
Hundar hafa fylgt manninum frá örófi alda. Þeir eru oft sagðir bestu vinir mannsins og ekki að ástæðulausu. Þessa tryggu vini okkar er hægt að tryggja með hundatryggingu.
Íslenski hesturinn er einstakur og eitt hreinræktaðasta hrossakyn heims. Við tryggjum þarfasta þjóninn.
Hér getur þú hlustað á hlaðvarp Sjóva; Sjóvá spjallið. Í þessum þætti spjallar Hrefna Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri forvarna, við Lindu Maríu Vilhjálmsdóttur, sölu- og þjónusturáðgjafa, um gæludýratryggingar.