Vottun samkvæmt ISO 27001:2013
Sjóvá setur öryggi viðskiptavina í forgang og leggur ríka áherslu á upplýsingaöryggi. Sjóvá hefur fengið vottun samkvæmt ISO 27001:2013 staðlinum, stjórnkerfi upplýsingaöryggis, og uppfyllir því mjög strangar kröfur um meðferð upplýsinga.
Um er að ræða alþjóðlegan staðal sem hjálpar fyrirtækjum að innleiða, viðhalda og endurbæta upplýsingaöryggi. Starfsmenn Sjóvá fá reglulega fræðslu og þjálfun í meðhöndlun og meðferð upplýsinga.
Það er BSI á Íslandi sem framkvæmir úttektir árlega hjá Sjóvá og staðfestir vottunina.
Jafnlaunavottun samkvæmt ÍST 85:2012
Árið 2014 fengum við Jafnlaunavottun VR sem er góð viðurkenning á jafnréttisstarfi okkar. Jafnlaunavottunin staðfestir að jafnlaunakerfi okkar, verklag við launaákvarðanir og eftirlit með kynbundnum launamun, tryggir að hjá Sjóvá sé starfsfólki ekki mismunað í launum né öðrum kjörum eftir kyni. Árið 2017 var vottun okkar endurnýjuð af BSI á Íslandi og þar með staðfest að jafnlaunakerfi Sjóvár standist allar kröfur samkvæmt staðli ÍST 85:2012 og kröfum Velferðarráðuneytisins um Jafnlaunavottun. Sjóvá fékk því Jafnlaunamerki Velferðaráðuneytisins á árinu 2017, sem við erum mjög stolt af.