Aðstaðan
Hjá okkur starfa um 200 manns og þar af um 170 í höfuðstöðvum okkar í Kringlunni 5 en Sjóvá er með útibú víðsvegar um landið. Í Kringlunni störfum við öll í opnu rými, það er því auðvelt að ræða saman og velta hugmyndum á milli, ræða um starfið, koma fram með nýjar hugmyndir eða bara ræða um það sem hæst ber hverju sinni. Á hverri hæð eru fundarherbergi og einnig erum við með fundaraðstöðu á 6. hæðinni til að taka stærri fundi.
Við erum með líkamsræktaraðstöðu, Þróttheima, í húsinu þar sem eru öll helstu þjálfunartæki ásamt sturtuaðstöðu og gufubaði. Það er því tilvalið að hjóla eða hlaupa til vinnu eða nýta Þróttheima að loknum vinnudegi.
Mötuneytið og kaffihúsið okkar er á 6. hæð í glæsilegum og björtum sal með útsýni yfir Reykjavík. Matreiðslumeistari Sjóvá og teymi hans útbýr dýrindis hádegisverð á hverjum degi og í kaffihúsinu okkar er ávallt hægt að fá sér gott kaffi og holl millimál.