Teljir þú þig hafa upplýsingar um misferli eða aðra ámælisverða háttsemi sem tengist starfsemi Sjóvá hvetjum við þig til þess að láta okkur vita. Með því getur þú hjálpað til við að koma í veg fyrir eða upplýsa um þau brot eða þá háttsemi sem um ræðir og valdið gæti viðskiptavinum, félaginu eða samfélaginu miklum skaða.
Með misferli er átt við hegðun eða aðgerðir sem brjóta gegn lögum, reglum, stefnum eða siðareglum fyrirtækisins. Misferli getur haft í för með sér fjárhagslegt tjón, skaða á orðstír eða skert öryggi bæði innra sem ytra. Ámælisverð háttsemi vísar til athafna eða hegðunar sem er talin ósiðleg, óviðeigandi eða óásættanleg samkvæmt almennum siðferðisreglum.
Með sérstakri tilkynningagátt Sjóvá viljum við skapa öruggan vettvang fyrir starfsmenn og ytri aðila til að koma á framfæri tilkynningum um misferli eða ámælisverða háttsemi sem tengist starfsemi Sjóvá og leitt getur til þess að upplýst verði um brot eða ámælisverða háttsemi.
Í gegnum samskiptagáttina geta tilkynnendur á einfaldan máta tilkennt misferli og haldið áfram samskiptum í gegnum örugga, nafnlausa samskiptagátt þar sem allar upplýsingar eru dulkóðaðar og aðeins aðgengilegar misferlisteymi Sjóvá. Öryggi og trúnaður eru í forgangi við meðhöndlun tilkynninga og eru allar upplýsingar meðhöndlaðar í samræmi við persónuverndarreglur.