Tilgangur
Siðareglur eru grunnviðmið starfsfólks Sjóvár fyrir góða viðskiptahætti og siðferði. Þær eiga að stuðla að því að starfsemin einkennist af fagmennsku og heiðarleika og að traust ríki milli félagsins, viðskiptavina, starfsfólks, stjórnvalda, eftirlitsstofnana, hluthafa og samfélagsins alls. Þær eru viðbót við opinbert regluverk og verklagsreglur og leiðbeinandi á þeim sviðum sem lög og reglur ná ekki til.
Umfang
Reglurnar ná til stjórna Sjóvár, undirnefnda þeirra og alls starfsfólks og umboðsmanna, sem tengdir eru félaginu með lögum, starfssamningi eða verktakasamningi, hér eftir nefnt starfsfólk.