Umhverfisstefna Sjóvá er sett fram til að leggja áherslu á umhverfissjónarmið og tryggja að þau séu höfð að leiðarljósi í daglegum rekstri félagsins. Sjóvá vill leggja sitt af mörkum í þágu sjálfbærrar þróunar.
Umhverfisstefnan tekur til allrar starfsemi Sjóvá. Starfsmenn Sjóvá skulu kynna sér efni hennar, framfylgja henni sem og leita leiða til umbóta í umhverfismálum. Forstjóri Sjóvá ber ábyrgð á umhverfisstefnu og skal tilnefna umhverfisnefnd sem sér um eftirfylgni og endurskoðun. Allir starfsmenn félagsins bera ábyrgð á að framfylgja umhverfisstefnu, kynna sér hana og móta hana áfram til framtíðar.
Sjóvá skuldbindur sig til að fylgja öllum lagakröfum á sviði umhverfismála og hafa umhverfismál til hliðsjónar í öllum rekstri Sjóvár. Með umhverfisstefnunni skuldbindur Sjóvá sig til að vinna markvisst að því að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif félagsins og hafa jákvæði áhrif á nærsamfélagið á sviði umhverfismála. Framtíðarstefnumótun og þróun félagsins mun taka mið af vistvænni nálgun. Í starfsemi félagsins verður tekið tillit til hagkvæmrar notkunar aðfanga og tækjabúnaðar, og endurnýtingar og endurvinnslu til að takmarka umhverfisspor félagsins. Áherslur félagsins varða bæði innra starf Sjóvá sem og ytri áhrif félagsins.
Við höfum metnað til að hafa umhverfismál til hliðsjónar í öllum rekstri Sjóvár. Starfsemi og reksturinn séu til sóma og öðrum góð fyrirmynd.
Innri þættir Sjóvá: Í öllum rekstri félagsins og háttsemi starfsmanna verður reynt, eins og kostur er, að stuðla að umhverfisvænum háttum.
Ytri áhrif Sjóvá: Sjóvá mun reyna að hafa áhrif til góðs á viðskiptavini og nærsamfélagið, til að hvetja til umhverfisvitundar og umræðu um vistvænan rekstur. Það verður gert með forvörnum og fræðslu, styrkjum, beinum aðgerðum og upplýsingagjöf. En ekki síður með því að starfsmenn og rekstur félagsins sé öðrum góð fyrirmynd.
Sett verða fram markmið um árangurinn í mælaborði stjórnenda. Umhverfisvísar og árangur verða birt árlega í ársskýrslu.
Lesa Ársskýrslu Sjóvá