Mannréttindastefnan lýsir áherslum Sjóvár í mannréttinda- og jafnréttismálum og fjölbreytileika. Markmið stefnunnar er að tryggja að Sjóvá uppfylli allar kröfur laga og reglna um þessi mál og sé í fararbroddi á þessum sviðum. Þannig teljum við að Sjóvá geti stuðlað að betra samfélagi og að mannauður félagsins verði sem öflugastur þar sem jöfn tækifæri einstaklinga séu tryggð.
Stefna Sjóvá um varnir gegn mútum og spillingu lýsir áherslum og aðgerðum Sjóvá gegn mútum og
spillingu. Ekkert umburðarlyndi er hjá Sjóvá gagnvart mútum og spillingu og skulu starfsmenn og
aðrir aðilar sem koma fram fyrir hönd félagsins starfa á faglegan, sanngjarnan og heiðarlegan hátt í
öllum viðskiptum og viðskiptasamböndum
Skattastefnan lýsir markmiðum Sjóvár í skattamálum og tryggir að Sjóvá standi við skyldur sínar
samkvæmt lögum og reglum.