Hér getur þú sent okkur viðkvæm skjöl í gegnum örugga gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í síma.
Þegar þú skráir þig inn í fyrsta sinn þarftu að skrá inn upplýsingar um símanúmer og netfang og smella svo á Hlaða inn skrá og Móttökugátt í valmyndinni. Ef þú hefur áður skráð þig inn er farið með þig beint á Móttökugáttina, þar getur þú getur sent inn skjalið.
Undir Móttakendur þarf að velja hvaða móttökuhópur á að taka á móti skjalinu þínu. Hópurinn "Skjalaver" tekur á móti öllum pappírum nema þeim sem lúta að starfsumsóknum. Í þeim tilfellum á að velja hópinn "Ráðningar".