Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Dagskrá fundarins:
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár ávarpar gesti.
Karlotta Halldórsdóttir, verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá
Erindi: „Hvernig erum við að tryggja öryggi ferðamanna?“
Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í öryggis- og fræðsludeild hjá Samgöngustofu
Erindi: „Þróun umferðarslysa meðal erlendra ferðamanna“
Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri hjá Samtökum ferðaþjónustunnar
Erindi: „Öryggi á krossgötum í ferðaþjónustu: Hvernig vörðum við veginn heim?“
Ingi Heiðar Bergþórsson, framkvæmdastjóri þjónustu- og starfsmannasviðs hjá Hertz
Erindi: „Eru bílaleigur að gera nóg í forvarnamálum?“
Boðið verður upp á léttar veitingar. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Skráning fer fram hér fyrir neðan. Ef fleiri en einn koma fyrir hönd fyrirtækis er nóg að senda inn eina skráningu og bæta við fjöldanum í reitinn "aðrar upplýsingar".