Álagspróf EIOPA - niðurstöður Sjóvá
Evr­ópsku vá­trygg­inga- og líf­eyr­is­sjóða­eft­ir­lits­stofn­un­in (EI­OPA) lagði fyr­ir 48 vá­trygg­inga­fé­lög í Evr­ópu álags­próf á ár­inu 2024. Sjóvá var eitt af þeim félögum sem val­ið var til að taka þátt í þessu prófi. Upp­lýs­ing­ar um álags­próf­ið má finna á heima­síðu EI­OPA. Nið­ur­stöð­ur álags­prófs­ins fyr­ir Sjóvá byggja á gögn­um og upp­lýs­ing­um sem send­ar voru á Seðla­banka Ís­lands Fjár­mála­eft­ir­lit sem áfram­sendu þau til EI­OPA í sam­ræmi við reglu­gerð Evr­ópu­sam­bands­ins (EU) nr. 1094/2010 í fram­hald­inu. Skoð­að­ar voru af­leið­ing­ar ým­issa nei­kvæðra sviðs­mynda á gjald­þol og lausa­fjár­stöðu fé­lag­anna sem tóku þátt. Sjá má nið­ur­stöð­ur Sjóvá
Breytingar á gjaldskrá NTÍ
Alþingi samþykkti nýverið breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um 50%. 27. nóvember 2024, tilkynnti NTÍ um breytingar á iðgjöldum til stofnunarinnar, sem munu hækka úr 0,025% í 0,0375% af vátryggingafjárhæð frá og með 1. janúar 2025.
Ljósafoss 2024
Um helgina gekk góður hópur vaskra einstaklinga upp Esjuna og myndaði síðan ljósafoss niður hlíðina. Þetta var gert til að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem Ljósið vinnur á hverjum degi með þeim sem eru í endurhæfingu í krabbameinsmeðferð og aðstandendur þeirra. Það var mikilfenglegt að fylgjast með því þegar höfuðljós hátt í 400 manns lýstu upp svart skammdegið og Esjuhlíðar á laugardaginn síðasta. Hraustmennin létu ekki smá rigningu og þokusudda á sig fá og var góða skapið með í för og ungir sem aldnir skemmtu sér vel í góðra vina hópi.
Hvers vegna greiða fyrirtæki út arð?
Um arðgreiðslur gilda skýr lög. Eftirlitsskyld fjármálafyrirtæki, eins og t.d. tryggingafélög, mega aðeins greiða út arð samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs og ef það dregur ekki úr rekstrarhæfi félagsins. Þá má arðgreiðsla heldur ekki hafa áhrif á getu félagsins til að mæta áföllum í rekstri. Gögnum sem staðfesta að þessi skilyrði séu uppfellt er reglulega skilað inn til Fjármálaeftirlitsins.
Hvað eru endurtryggingar?
Vátryggingar eru í eðli sínu áhættusamur rekstur, enda er hlutverk tryggingafélaga að bæta tjón viðskiptavina og erfitt að sjá fyrir hvenær tjón verður og þá hversu stór. Tryggingafélög reyna því eftir fremsta megni að draga úr sveiflum og áhættu í rekstri. Það er m.a. gert með því að kaupa svokallaðar endurtryggingar af stærri erlendum tryggingafélögum sem sérhæfa sig í að „tryggja tryggingafélög“.
Hvað er samsett hlutfall tryggingafélaga?
Samsett hlutfall er leið til að sýna í fljótu bragði hvernig rekstur vátryggingahluta tryggingafélags gengur. Í mjög einföldu máli er þetta hlutfall iðgjalda annars vegar og útgjalda vegna vátrygginga hins vegar. Markmiðið er að á hverju ári standi iðgjöld undir tjónagreiðslum og öðrum kostnaði félagsins.
Öryggi fyrir börnin
Barnavöruverslunin Fífa býður viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af barnabílstólum í verslun sinni í Faxafeni 8. Viðskiptavinir í Stofni fá einnig 15% afslátt af öryggisvörum fyrir börn frá vörumerkinu Clippasafe.
Afþreying, farsímar og fylgihlutir
Vodafone býður viðskiptavinum í Stofni frábær tilboð á spennandi afþreyingarpökkum ásamt afslætti af símum aukahlutum og hlífum. 50% afsláttur í 6 mánuði af völdum afþreyingarpökkum, Stöð 2+ eða Sport í 1 mánuð til reynslu. 20% af hulstrum, 10% af aukahlutum, 5% af símtækjum.
Eldvarnir og öryggi
Eldvarnamiðstöðin veitir viðskiptavinum okkar í Stofni 20% afslátt af reykskynjurum, slökkvitækjum, eldvarnateppum, sjúkratöskum og fleiri öryggisvörum.
Opið hús hjá Sjóvá Egilsstöðum
Föstudaginn 8. júní kl. 10:00 - 14:00 verður opið hús í útibúi okkar á Egilsstöðum. Viðskiptavinir eru boðnir sérstaklega velkomnir þá að þiggja veitingar og glaðning. Við minnum á að það er líka alltaf heitt á könnunni hjá okkur á opnunartíma útibúsins, frá kl. 9:00 - 16:00 alla virka daga.
Hjólað í hóp
Fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00-20:00 verður haldið hjólreiðanámskeið fyrir þá sem vilja læra að hjóla í hóp. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir hvernig bendingar og ýmis önnur samskipti eru notuð þegar margir hjóla saman. Námskeiðið getur til dæmis nýst þeim vel sem ætla að taka þátt í hjólreiðakeppni í sumar.
Horft fram á veginn
Miðvikudaginn 23. maí 2018 klukkan 8:30-9:45 höldum við morgunfund um öryggi og forvarnir hjá bílaleigum. Á fundinum verður farið yfir hvað bílaleigur eru að gera í öryggismálum og hverju þarf að huga betur að í forvarnastarfinu.
Tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli hér á landi, eins og við sjáum bæði úti í umferðinni og eins á þeim mikla fjölda sem tekur þátt í hjólreiðakeppnum um allt land. Það er því mikilvægt að þeir sem stunda hjólreiðar kynni sér vel hvernig þeir geta tryggt sig og eins hvað þeir geta gert til að tryggja öryggi sitt og annarra í keppnum.
Morgunfundur um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks
Fimmtudaginn 3. maí kl. 8:30-9:40 heldur Sjóvá morgunfund um tryggingar og öryggi hjólreiðafólks. Á fundinum verður farið yfir hvernig hjólreiðafólk tryggir sig og búnað sinn og að hverju þarf að huga þegar tekið er þátt í hjólreiðakeppnum. Fundurinn fer fram í húsnæði Sjóvár, Kringlunni 5 og eru allir velkomnir.