Alþingi samþykkti nýverið breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) sem felur í sér heimild stofnunarinnar til þess að hækka iðgjöld tímabundið um 50%. 27. nóvember 2024, tilkynnti NTÍ um breytingar á iðgjöldum til stofnunarinnar, sem munu hækka úr 0,025% í 0,0375% af vátryggingafjárhæð frá og með 1. janúar 2025.