Í dag 1. desember er alþjóðlegur dagur reykskynjarans. Þetta litla öryggistæki hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og er eitt ódýrasta og áhrifaríkasta öryggistækið sem þú getur sett upp á heimilinu.
Það er nauðsynlegt að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári og er t.d. gott að miða við að gera það alltaf 1. desember, svo þeir séu í lagi fyrir hátíðarnar.
Hvað þarf að hafa í huga við uppsetningu reykskynjara?
- Reykskynjarar eiga að vera staðsettir sem næst miðju lofts og aldrei nær vegg eða ljósi en sem nemur 3 cm.
- Mælt er með að hafa einn skynjara í hverju rými hússins eða a.m.k. í öllum rýmum þar sem eru raftæki.
- Prófa þarf alla reykskynjara um 4 sinnum á ári. Það er gert með því að þrýsta á hnapp (oft merktur „test“) sem er að finna á reykskynjaranum, ef hann gefur frá sér hljóð við það þá er skynjarinn virkur.
- Ef bílskúr er sambyggður heimili er góð regla að hafa reykskynjarann þar samtengdan reykskynjurum heimilisins.
Mikilvæg atriði við meðhöndlun kerta
- Aldrei láta skraut liggja að kerti (s.s. á aðventukrönsum) og slökkvið alltaf tímanlega á kertum.
- Ekki hafa kerti of nálægt hitagjafa, eins og ofni eða sjónvarpi.
- Aldrei láta logandi kerti standa ofan á raftækjum.
- Ekki hafa kerti of nærri efnum sem getur auðveldlega kviknað í.
- Aldrei fara frá logandi kerti þegar börn eða dýr eru nálægt.
- Aldrei setja útikerti á yfirborð sem brennur auðveldlega, eins og trépall.
Hægt er að nálgast góðar leiðbeiningar um brunavarnir heimilisins á heimasíðu HMS sem stendur þessa dagana fyrir átakinu Eldklár.