Viðskiptavinir Sjóvá greiða ekki fyrir bílatryggingar heimilisins í maí.
Við hjá Sjóvá höfum ákveðið að lækka iðgjöld bifreiðatrygginga einstaklinga með því að fella niður iðgjöld af þeim fyrir maímánuð. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar hefur umferð dregist mikið saman eftir að samkomubann tók gildi og má gera ráð fyrir að slysum og tjónum í umferðinni fækki samhliða því. Við viljum því bregðast við þessum tímabundnu aðstæðum þannig að einstaklingar greiði ekki fyrir tryggingar á einkabílum sínum hjá okkur í maí, þótt auðvitað séu þær í fullu gildi.
Þetta á við alla einstaklinga sem eru skráðir vátryggingatakar á bifreiðatryggingu fyrir ökutæki í almennri notkun sem er í gildi 1. maí. Lækkunin verður í formi niðurfellingar, lækkunar eða endurgreiðslu til viðskiptavina, eftir því sem við á. Upphæð lækkunarinnar fyrir hvern og einn verður aðgengileg á Mínum síðum frá 1. maí.