Stofnendurgreiðslan berst nú inn til viðskiptavina Sjóvár í Stofni. Þetta er í nítjánda skipti sem Sjóvá endurgreiðir tjónlausum og skilvísum viðskiptavinum hluta iðgjalda sinna. Í ár, líkt og undanfarin ár, gefst viðskiptavinum kostur á að styrkja gott málefni um leið og þeir ráðstafa endurgreiðslu sinni á Mínum síðum á Sjóvá.is.
Við bendum viðskiptavinum á að hægt er að fara á Mínar síður og ráðstafa endurgreiðslunni þó pósturinn hafi ekki borist. Einnig er hægt að ráðstafa endurgreiðslunni á einfaldan og þægilegan hátt með farsíma eða spjaldtölvu á Mínum síðum.
Á síðasta ári völdu fjölmargir viðskiptavinir völdu í fyrra, eins og undanfarin ár, að gefa til góðs málefnis og afhenti Laufey Sigurbergsdóttir viðskiptavinur í Stofni, Styrktarfélaginu Líf rúmar 1,4 milljónir.
Í ár geta viðskiptavinir styrkt Styrktarfélagið Einstök börn sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa, jafnvel ógreinda sjúkdóma eða skerðingar.