Íslensku vefverðlaunin eru árlega veitt vefsetrum sem talin eru skara fram úr á sínu sviði. Vefverðlaunin eru veitt í fimmta skiptið í ár.
Vefur Sjóvá er tilnefndur í flokkinum besti fyrirtækjavefurinn.
ÍMARK og SVEF, Samtök vefiðnaðarins, standa fyrir þessum verðlaunum en 5 manna dómnefnd, skipuð reyndum einstaklingum úr vef - og markaðsiðnaðinum, ákveður úrslit í eftirfarandi 5 flokkum:
Besti íslenski vefurinn
Besti fyrirtækjavefurinn
Besti einstaklingsvefurinn
Besti afþreyingarvefurinn
Besta viðmóts- og útlitshönnunin
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir verðlaunin við hátíðlega athöfn, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 17.00 í ÍÐNÓ