Þetta getur þú gert:
Heimili:-
Vertu viss um að vatn eigi greiða leið að niðurföllum
-
Brjótið klaka við niðurföll og mokið snjó frá niðurföllum
-
Hreinsaðu sand og lauf úr niðurföllum
-
Hreinsaðu snjó af svölum, losaðu klaka og grýlukerti úr þakrennum og af þakskeggi en gættu að bílum og gangandi vegfarendum
-
Við inngang í kjallara, við glugga og veggi á neðri hæð gæti þurft að moka snjó frá.
Fyrirtæki:
-
Farðu yfir hvort vatns- og hitalagnir virka eðlilega
-
Þar sem ekki er dagleg starfsemi í húsnæði er mælt með að eigendur fari yfir húsnæði og umhverfi til að koma í veg fyrir vatnstjón
Sumarhús:
- Eftir langa frostakafla þarf að huga að vatnslögnum sumarhúsa. Vatn getur frosið í leiðslum og þegar hlýnar í veðri er hætta á vatnstjóni vegna frostsprunginna lagna.