Gerð auglýsingarinnar Af því að lífið er skemmtilegt á Youtube.
Á dögunum kom Valka, fallega silki terrier tíkin úr Stofnendurgreiðsluauglýsingunni okkar, fram í Íslandi í dag á Stöð 2. Rætt var við Öldu, eiganda hennar, um slæman sið sem hún hefur tamið sér og fylgst með töku auglýsingarinnar. Leikstjóra auglýsingarinnar þótti hún standa sig eins og hetja og vera mun auðveldari viðfangs en Jói sem gerði garðinn frægan í auglýsingu sem birt var fyrr í vetur. Það er því ekki loku fyrir það skotið að þetta sé upphafið að lengri leiklistarferli Völku.