Til varnar frekara tjóni.
Til varnar frekara tjóni er fólk hvatt til að loftræsta vel íbúð og viðra innbú sé þess kostur.
Til Upplýsinga.
Til upplýsinga þá bætast skemmdir á heimilum vegna sóts og reyks úr tveim tryggingum:
- Lögboðin brunatrygging húseigna bætir skemmdir á húseign, föstum innréttingum, gólfefnum, loftum og veggjum.
- Fjölskyldutrygging bætir tjón á innbúi, fatnaði, mottum, húsgögnum, gardínum og slíku. Hjá fyrirtækjum bætist tjón á húseign úr lögboðinni brunatryggingu og tjón á lausafé úr lausafjártryggingu.
Ökutæki – skola fyrst og þvo svo.
Hugsanlegt tjón á ökutækjum vegna sóts og reyks bætist úr kaskótryggingu sé hún fyrir hendi. Í flestum tilvikum nægir að þvo sótið með bílasápu, en það sem skiptir mestu máli er að byrja á að skola yfirborð bílanna til að fyrirbyggja að korn og aðrir utanaðkomandi hlutir sem sitja í sótinu rispi lakkið. Þegar búið er að skola yfirborð bílanna er hægt að úða bílasápu eða hreinsi yfir bílinn og þvo síðan.