Matsmenn á vegum Viðlagatryggingar Íslands vinna nú að tjónamati á tilkynntum tjónum á fasteignum og lausafé.
Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir og lausafé sem brunatryggt er hjá vátryggingafélagi sem hefur starfsleyfi hér á landi, auk þess eru opinber mannvirki vátryggð, þar á meðal hitaveitur, vatnsveitur og skolpveitur í eigu sveitarfélaga eða ríkissjóðs.
Eigendur og/eða forráðamenn eigna sem vátryggðar eru hjá Viðlagatryggingu Íslands eru hvattir til að tilkynna tjón á eignum af völdum flóðanna á vef Viðlagatryggingar Íslands sem fyrst til að flýta fyrir matsstörfum.