Umferðamerkja-app Sjóvá og Loftarsins hefur verið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna 2019 í flokki snjallsímaforrita. Við erum auðvitað bæði ánægð og svolítið montin, enda áttum við ekki von á að þetta litla gæluverkefni myndi hljóta þessa miklu viðurkenningu.
Appið hefur reyndar verið afar vinsælt frá því að það var sett í loftið og er í stöðugri notkun.
Íslensku vefverðlaunin, uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, verða haldin á vegum Samtaka vefiðnaðarins (SVEF) þann 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica. Hér fyrir neðan má sjá hvaða lausnir eru efstar í hverjum flokki.
Verðlaun eru veitt í 11 flokkum, þar að auki verða sérstök verðlaun fyrir hönnun og viðmót sem og vef ársins. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir aðgengilegasta vefinn.
App
- Icelandic Coupons appið
- Landsbankaappið
- ON Hleðsluappið
- TM appið
- Umferðarmerkin
Í appinu getur fólk lært hvað um 300 umferðamerki þýða. Mjög hollt fyrir þá sem þurfa að rifja upp umferðamerkin.
Umferðamerkjaappið má sækja hér: